Tveir af efnilegustu leikmönnum félagsins, þeir Jakob Ocares Kristjánsson (t.v.) og Björn Darri Oddgeirsson, hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Þrótt. Þeir eru báðir á yngra ári í 3ja flokk, fæddir 2009, og eru í fremstu röð á landinu. Báðir leika reglulega með 2.flokki og eru fastamenn í yngstu landsliðum okkar. Árangur beggja drengja er enn eitt dæmið um öflugt starf félagsins í öllum aldursflokkum. Framtíðin er björt. #lifi