Auka aðalfundur mánudaginn 22. apríl 2024

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar boðar til auka aðalfundar mánudaginn 22. apríl 2024 í veislusal félagsins að Engjavegi 7 og hefst fundurinn kl. 17:30.

Dagskrá auka aðalfundar:

  1. Formaður félagsins setur fundinn.
  2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  3. Lagabreytingar.
    1. Tillaga að breytingu á 5. gr. laga félagsins. (Merki félagsins og búningar).
  4. Önnur mál.
  5. Fundarslit.

Tillaga um lagabreytingu mun liggja frammi hjá aðalstjórn félagsins eigi skemur en viku fyrir fundinn til kynningar.

Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins. Hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjalds á vefnum á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/almennt/.