Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar boðar til auka aðalfundar mánudaginn 22. apríl 2024 í veislusal félagsins að Engjavegi 7 og hefst fundurinn kl. 17:30.
Dagskrá auka aðalfundar:
- Formaður félagsins setur fundinn.
- Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
- Lagabreytingar.
- Tillaga að breytingu á 5. gr. laga félagsins. (Merki félagsins og búningar).
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Tillaga um lagabreytingu mun liggja frammi hjá aðalstjórn félagsins eigi skemur en viku fyrir fundinn til kynningar.
Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins. Hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjalds á vefnum á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/almennt/.