Aðalfundur 21. maí 2024

Knattspyrnufélagið Þróttur boðar til aðalfundar félagsins 21. maí næstkomandi klukkan 17:30 í félagsheimili okkar.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins.

Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

Hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjalds á vefnum á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/almennt/.