Þróttur – HK í Mjólkurbikarnum

Þróttarar, nýtt tímabil, nýir búningar, samstaðan skiptir öllu máli. Stöndum saman og styðjum okkar lið á miðvikudaginn. Leikurinn er flautaður á kl. 19:15, mætum snemma á völlinn, hamborgarar frá Tasty og drykkir á dælu í tjaldinu. Verðugur andstæðingur og spennandi leikur. #lifi

Miðar á leikinn eru seldir á Stubb.

Við minnum einnig á tilboð á árskortum sem stendur fram til 3. maí. Árskortin gilda á alla heimaleiki í Íslandsmóti meistaraflokka.