Rey Cup Vormót um helgina

Árleg knattspyrnuhátíð fyrir 6.-8. flokka stúlkna og drengja fer fram helgina 25.-26. maí á völlum félagsins í Laugardalnum. 7. og 8. flokkarnir spila á laugardeginum en 6. flokkar á sunnudeginum. Við bendum þeim sem ætla að sækja okkur heim að athuga lokanir vegna vegaframkvæmda í næsta nágrenni við Þrótt áður en lagt er af stað. Allar helstu upplýsingar eru uppfærðar á Facebook síðu mótsins.