Aron Snær Ingason er gengin til liðs við Þrótt á ný og hefur skrifað undir 3ja ára samning við félagið.
Hann er Þrótturum að góðu kunnur eftir að hafa leikið hér sem lánsmaður undanfarin tvö tímabil með góðum árangri.
Aron er f. 2001, uppalinn í Fram, hann á að baki tæplega 130 leiki í meistaraflokki en síðastliðið sumar lék hann 15 deildarleiki með Þrótti og gerði 8 mörk.
Aron hefur þegar hafið æfingar með Þrótti og verður reiðubúinn um leið og félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí.
Kristján Kristjánsson, formaður knd. Þróttar, lýsir mikilli ánægju með komu Arons í Laugardalinn. ,,Við þekkjum Aron af góðu einu og hann passar mjög vel inn í metnaðarfullan hóp ungra leikmanna sem eru smámsaman að taka við keflinu í meistaraflokki karla. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Þrótt enda er Aron öflugur framherji sem án nokkurs vafa á eftir að styrkja sóknarleik Þróttar næstu árin.”