Hlynur Þórhallsson hefur framlengt samning sinn við Þrótt og mun leika með félaginu úr árið 2026. Hlynur er fæddur 2005 og er því enn gjaldgengur í 2. flokk. Hann er með efnilegustu leikmönnum félagsins, hefur átt fast sæti í byrjunarliði mfl. karla á þessu tímabili og vakið mikla athygli fyrir yfirvegun og hæfileika í vörn Þróttar.
Kristján Kristjánsson, formaður knd. lýsir mikilli ánægju með nýjan samning við Hlyn. „Okkar stefna er að kjarnann í meistaraflokkum félagsins, myndi uppaldir leikmenn og við höfum stigið stór skref á þeirri leið undangengin tvö ár. Hlynur er þegar orðinn einn af lykilmönnum í liði Þróttar og á bara eftir að verða betri. Það er gríðarlega mikilvægt að halda í okkar efnilegustu leikmenn og það hefur tekist hér. Ekki spillir svo að Hlynur er af góðum Þróttaraættum og yngri bróðir Njarðar Þórhallssonar sem leikur við hlið hans í vörn liðs Þróttar sem stendur.“