Eiríkur Þorsteinsson Blöndal semur við Þrótt til næstu tveggja ára

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt og verður hjá félaginu út árið 2026. Eiríkur er fæddur 2001, alin upp í Breiðabliki en hefur verið lykilmaður í Þrótti frá frá því 2021. Eiríkur hefur varla misst úr leik frá því hann gekk til liðs við Þrótt, hann hefur leikið yfir 100 keppnisleiki með félaginu, verið fyrirliði liðsins á þessu ári og því tekið að sér æ stærra hlutverk, bæði innan og utan vallar.

Kristján Kristjánsson, formaður Knattspyrnudeildar Þróttar segir: „Eiríkur hefur sannarlega blómstrað hjá Þrótti, hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár og frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli.  Við höfum lagt mikla áherslu á að framlengja við okkar bestu menn og þessi samningur við Eirík er okkur gríðarlega mikilvægur.“