Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Þórdís kemur til Þróttar frá Svíþjóð þar sem hún lék í sænsku úrvalsdeildinni með Växjö DFF. Áður varð hún Íslandsmeistari og bikarmeistari með Val og óhætt að fullyrða að hún hafi verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2023. Þórdís er öflugur og marksækinn miðjumaður, fædd árið 2000, hún hefur leikið yfir 100 leiki í efstu deild hér á landi og 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Kristján Kristjánsson, formaður Knd. Þróttar segir: ,,Koma Þórdísar til Þróttar er gríðarlegt gleðiefni og endurspeglar þann metnað sem býr í félaginu þegar kemur að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar. Við væntum mikils af henni, hún er mjög góður leikmaður og á eftir að falla vel inn í okkar samstillta og metnaðarfulla hóp. Velkomin Þórdís.“