Liam Daði Jeffs hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Þrótt og verður því hjá félaginu út árið 2026. Liam er fæddur árið 2006, er enn gjaldgengur í 2fl. en sló í gegn í mfl. félagsins síðastliðið sumar þar sem hann skoraði 4 mörk í 11 leikjum í Lengjudeildinni. Hann lék einnig nokkra leiki með Þrótti í Lengjudeild sumarið 2023. Liam er fljótur og kröftugur framherji sem leikið getur ýmsar stöður og hefur verið mjög drjúgur fyrir 2fl. lið Þróttar á undangengum árum.
Kristján Kristjánsson, form. Knd. Þróttar segir: „Samningurinn við Liam undirstrikar enn og aftur þá skýru stefnu Þróttar að byggja upp öflugt meistaraflokkslið á leikmönnum sem koma í gegnum yngri flokka félagsins. Liam er frábær framherji og við trúum því að hann eigi eftir að verða Þrótti mikilvægur næstu árin.“ Liam er sjálfur mjög skýr í sínum skilaboðum til Þróttara: ,,Ég er mjög ánægður með þennan samning og spenntur fyrir næsta tímabili. Lifi Þróttur!“