Mist Funadóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti næstu 3 árin. Mist er uppalinn í Þrótti og snýr því heim eftir að hafa undanfarin tvö ár leikið með Fylki. Mist er öflugur vinstri bakvörður, fædd 2003, en hefur þegar öðlast mikla reynslu. Hún á að baki tæplega 70 leiki í efstu tveimur deildunum og hefur átt sæti í u23 ára landsliði Íslands að undanförnu.
Kristján Kristjánsson, formaður Knd. Þróttar segir: „Við fögnum því af heilum hug að Mist hefur ákveðið að snúa aftur heim í Laugardalinn. Við sóttumst stíft eftir að fá hana og erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Hún á eftir að blómstra í Þróttararbúningnum, á því er enginn vafi, enda sterkur leikmaður og á eftir að styrkja hóp okkar Þróttara á komandi árum svo um munar.“