Unnur Dóra til liðs við Þrótt

Unnur Dóra Bergsdóttir fyrirliði Selfoss síðustu ára hefur skrifað undir 3 ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna.

Unnur Dóra hefur verið í lykilhlutverki á Selfossi síðustu árin og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hún er fædd árið 2000, á að baki rúmlega 160 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 18 mörk. Unnur Dóra varð bikarmeistari með Selfossi 2019 og Meistari meistranna vorið 2020.  Hún á að baki þrjá landsleiki, með U23 liði Íslands og sumarið 2022 lék hún sinn fyrsta og eina A-landsleik.

Kristján Kristjánsson formaður Knd. Þróttar segir: „Unnur Dóra er miklvæg viðbót við okkar leikmannahóp, hún er sterkur leikmaður með góða reynslu enda hefur hún verið í fararbroddi hjá Selfyssingum til margra ára. Unnur Dóra á eftir að falla vel inn í hóp okkar Þróttar og styrkja liðið í Bestu deildinni á komandi tímabili. Við bjóðum Unni velkomna í Þrótt.”