Mikhael Kári semur við Þrótt

Mikhael Kári Olamide Banjoko hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti út árið 2026. Mikhael Kári – Mikki – er fæddur 2005, uppalinn í Leikni en hefur leikið með 2. fl. í Þrótti undanfarin þrjú ár.

Mikki er gríðarlega kröftugur leikmaður sem getur leikið víða á vellinum, hávaxinn, fljótur og sterkur. Hann lék með meistaraflokknum á undirbúningstímabilinu 2024 en kemur nú inn í meistaraflokkshópinn og hefur staðið sig mjög vel í leikjum haustsins.

Kristján Kristjánsson form. Knd. Þróttar segir: “Mikki er sannarlega góð viðbót við meistaraflokkshóp Þróttar enda öflugur leikmaður með mikinn styrk. Við hlökkum til að sjá hann láta til sín taka í Þróttarbúningnum næstu árin.