Íþróttamaður ársins 2024 valinn á gamlársdag

Íþróttamaður Þróttar 2024 verður tilkynntur við hátíðlega athöfn í Þróttarheimilinu á gamlársdag, þriðjudaginn 31. desember klukkan 13:00. Á sama tíma verða veittar viðurkenningar fyrir frábæran árangur í afrekstarfinu okkar á árinu sem er að líða og þá verða félagsmenn heiðraðir fyrir störf í þágu Þróttar.
Þróttari ársins verður einnig tilkynntur, en þar er litið til einstaklings sem verið hefur góð fyrirmynd sem hefur gefið af sér í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið á árinu sem er að líða.

Þetta er viðburður sem enginn Þróttari lætur framhjá sér fara!

Fullkomin þrenna þennan morgunin
Byrjar á hinu árlega Áramóti Oldboys frá 10:00-12:00 – sjá nánar hér,

Sækja svo flugeldana í Flugeldasölu Þróttar – verslum þá fyrst hér,

og fylgjast svo með hver verður valinn íþróttamaður Þróttar 2024 í veislusalnum okkar kl. 13:00.