Árleg jólatrjáasöfnun Þróttar fer fram laugardaginn 11. janúar n.k. Öflugir leikmenn 3. flokka Þróttar ásamt forráðamönnum munu fara um hverfið og sækja jólatré til förgunar. Hverfið afmarkast af póstnúmeri 104 og þeim hluta 105 sem er norðan Laugavegar.
Hægt er að tryggja sér þjónustuna með greiðslu á eftirfarandi tengli:
Söfnunin fer af stað kl. 12:00 laugardaginn 11. jan og vonum að sem flestir nýti sér þessa þjónustu og styrki með því börn og unglinga í hverfinu í hollu tómstundastarfi.
Ath! Þeir sem ekki nota Abler þurfa að velja „Nýskrá“ í vefversluninni, eingöngu þarf rafræn skilríki og setja inn netfang og þá er hægt að panta þjónstuna.