Amir Mehica hefur verið ráðinn markmannsþjálfari karlaliðs Þróttar. Amir er Bosníumaður sem dvalist hefur hér á landi í tæp 20 ár, kom til landsins sem markvörður og lék fjölda leikja hérlendis, en hefur þjálfað markmenn víða á síðustu árum. Amir er með UEFA-A gráðu í þjálfun og hefur m.a. verið fastur markmannsþjálfari yngri landsliða Íslands undanfarin ár. Hann var síðast markmannsþjálfari Aftureldingar. Amir er frábær þjálfari sem gott orð fer af og óhætt að fagna komu hans í Þrótt.