Gísli Þór Einarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari kvennaliðs Þróttar en hann hefur undanfarin ár þjálfað markmenn meistaraflokks kvenna í Val með mjög góðum árangri, þeirra á meðal nokkra af landsliðsmarkvörðum Íslendinga. Gísli hefur einnig starfð um langa hríð fyrir KSÍ og þjálfað markverði yngri landsliða auk þess að starfa fyrir önnur félög á löngum ferli. Gísli er gamall markvörður, uppalinn í Kópavogi og lék m.a. fyrir Breiðablik, en einnig fyrir félög í neðri deildum. Það er mikill fengur að komu jafn reynds þjálfara í Þrótt og við hlökkum til samstarfsins.