Katie Cousins í Þrótt

Katherine Amanda Cousins, Katie Cousins, hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna.

Þetta verður í þriðja sinn sem Katie spilar fyrir Þrótt, en hún kom fyrst til félagsins tímabilið 2021 og lék svo aftur með Þrótti árið 2023.

Katie á að baki 58 leiki í Bestu deildinni með Þrótti og Val. Í þeim hefur hún skorað 13 mörk og lagt upp annað eins og ætíð verið í liði ársins þau ár sem hún hefur leikið á Íslandi.

Katie á að baki frábæran feril, lék m.a. með unglingalandsliðum í Bandaríkjunum, hún var lykilmaður í sterku liði Tennessee háskólans áður en hún kom til Íslands og lék með Angel City í NWS deildinni í Bandaríkjunum 2022.

Kristján Kristjánsson, formaður Knd. Þróttar segir: ,,Katie Cousins er án nokkurs vafa einn besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi frá upphafi og sérstök ánægja að bjóða hana velkomna í Þrótt í þriðja sinn. Hún hefur jafnan sýnt sínar bestu hliðar í Laugardalnum og við hlökkum til að sjá hana í Þróttarbúningnum í sumar. Hún er griðarlega mikilvæg viðbót við Þróttarliðið og bætist við sterkan hóp sem ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.”