Húsvíkingurinn Jakob Gunnar Sigurðsson hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti á þessu tímabili.
Jakob kemur til Þróttar sem lánsmaður frá KR en hann er uppalinn í Völsungi og vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann gerði 25 mörk í 22 leikjum í 2. deildinni.
Jakob er kornungur, fæddur 2007 og á að baki leiki með bæði u16 og u17 ára landsliðum Íslands.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem bætist í leikmannahóp meistaraflokks karla á þessu ári og hefur þegar hafið æfingar með liðinu. Með komu hans mun enn harðna samkeppni um stöður í framlínu Þróttarliðsins.
Kristján Kristjánsson formaður Knd. Þróttar segir: ,,Við fögnum því að fá Jakob til liðs við okkur á þessu tímabili. Hann er efnilegur leikmaður, mjög eftirsóttur og mun auka bæði breidd og styrk í leikmannahóp okkar liðs.
Við bjóðum Jakob velkominn í Þrótt.”

