Þróttur í bikarúrslit

Meistaraflokkur karla í blaki er komið í bikarúrslit í fyrsta skipti í 16 ár. Liðið vann HK í æsispennandi viðureign.
Þróttur vann síðast bikartitilinn 2009 og gefst okkur nú tækifæri á að lyfta bikarnum aftur eftir 16 ára bið.

Úrslitaleikurinn fer fram í Digranesi á morgun laugardag klukkan 13:00.

Við skorum á alla Þróttara nær og fjær til að fjölmenna, hægt er að kaupa miða á miðasöluvef Stubb með því að klikka hér! eða í Stubb appinu.

Við erum afar stolt af þessum frábæra árangri en liðið er á sínu fyrsta keppnistímabili eftir nokkurra ára hlé.

Sagan er með okkur liði, við höfum unnið deildina og bikarinn oftast allra liða á Íslandi, hvorn bikar 14 sinnum.