Hinrik gengur til liðs við Odd í Noregi

Hinrik okkar Harðarson hefur gengið til liðs við norska liðið Odd. Hinrik lék upp alla yngra flokka Þróttar og náði að spila alls 59 leiki með meistaraflokki Þróttar og skoraði í þeim leikjum 22 mörk. Hinrik var svo seldur til ÍA haustið 2023 og var algjörlega frábær síðasta sumar í Bestu deildinni, skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum.

„Við óskum Hinriki til hamingju með þetta,“ segir Kristján Kristjánsson, formaður knd. Þróttar. “

„Hann stóð sig vel í Bestu deildinni í fyrra með ÍA og sýndi og sannaði að uppeldið í Laugardalnum er gott vegarnesti fyrir unga knattspyrnumenn. Hinrik hefur alla tíð verið einstaklega metnaðarfullur og dugnaður hans og ósérhlífini er til fyrirmyndar fyrir alla unga fótboltakrakka í Þrótti, bæði stráka og stelpur. Við erum þess fullviss að hann eigi eftir að sýna sig og sanna í Noregi þannig að eftir verður tekið.“

Við óskum Hinriki alls hins besta í komandi verkefni með U21 landsliðinu sem og í nýjum áskorunum í Noregi!
#LIFI