LIFI kortið er nýtt rafrænt áskriftarkort Þróttar og með kaupum á því styður þú ekki bara félagið þitt heldur verður um leið partur af þéttum og skemmtilegum hópi stuðningssveitar Þróttar, innan vallar sem utan, frá yngstu flokkum alla leið upp í meistaraflokk.
Kortið kostar aðeins 2.500 krónur á mánuði og því fylgja eftirtalin fríðindi:
- Aðgangur á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna í Íslandsmóti (blak og fótbolti).
- Afsláttur og forsala á viðburðum sem Þróttur stendur fyrir (Þorrablót, herra- og konukvöld, sveitaball).
- Afsláttur af salarleigu í Þróttarheimilinu.
- Frítt kaffi í Þróttarheimilinu.
- Afslættir hjá sérvöldum samstarfsaðilum í hverfinu okkar.
- Tilboð í sjoppunni á AVIS vellinum.
- Forsala og sérkjör á LIFI varningi.
Klikkaðu hér og tryggðu þér kortið!
Ekki klikka á kortinu, það margborgar sig!
LIFI ÞRÓTTUR!
