Það ber að fagna frábærum árangri meistaraflokks karla í blaki á tímabilinu. Þróttur telfdi fram liði á nýjan leik eftir margra ára pásu. Nú hafa okkar drengirnir okkar lokið tímabilinu sínu þegar leikið var til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í gær þar sem norðanmenn í KA höfðu betu.
Meistaraflokkurinn var í úrslitum í öllum keppnum Blaksambands Íslands, bikar- deildar- og úrslitakeppni okkur til mikils sóma. Við erum virkilega stolt af frammistöðu þeirra og á fyrsta tímabili karlaliðsins í meistaraflokki í mörg ár.

Til hamingju með silfrin þrjú kæru Þróttarar og með glæsilegan árangur á tímabilinu!

Þá hefur Blakdeild Þróttar hefur samið við Mateusz Ruciński um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2025/2026.
En þá mun Mateusz einnig taka við þjálfun kvennaliðs Þróttar keppnistímabilið 2025/2026.
Mateusz hefur verið mikill styrkur fyrir blakdeildina bæði sem þjálfari og leikmaður, við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með honum og verður frábært að njóta krafta hans í meistaraflokki kvenna einnig.
