Hið árlega konukvöld Þróttar verður haldið föstudagskvöldið 30. maí í félagsheimili Þróttar, þá koma saman skemmtilegustu konur Laugardalsins og víðar og hlæja, tala, skála og dansa saman inn í vorsólarlagið.
Dagskrá kvöldsins
Kl. 18.00 – Fordrykkur og DJ Mack
Glæsilegt smáréttahlaðborð
Happdrætti til styrktar meistaraflokki kvenna
Kabarett ‘á la’ Maack & Gógó
DJ Bragðarefur þeytir skífum
Kl. 01.00 – Ballið búið
———————-
Margrét Maack og Gógó Starr eru veislustjórar og skemmtikraftar kvöldsins. Þau eru leiðandi í ungri en öflugri kabarettsenu Reykjavíkur og eru þau fyrstu til að hafa atvinnu af burlesque og dragi. Þau halda um hnútana á Kjallarakabarett í svartasta skammdeginu í Þjóðleikhúskjallaranum. Margrét og Gógó hafa farið í fjölda sýningarferðalaga um allan heim, bæði saman og í sitthvoru lagi og eru fastaskemmtikraftar á hinum goðsagnakennda Slipper Room í New York. Þau komu fram í september síðastliðnum á sjö ára afmæli Club Cumming, sem er kabarettstaður í eigu Alan Cumming.
DJ Bragðarefur er plötusnúður sem sérhæfir sig í að lesa í hópinn, taka við einu og einu óskalagi og halda fjörinu gangandi fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Hann er vinsæll plötusnúður á árshátíðum og í brúðkaupum og tekur reglulegar djammvaktir á Kiki.
———————-
Við lofum ógleymanlegri kvöldstund með frábærri dagskrá og trylltu stuði. Hvetjum allar mæður, dætur, vinkonur og frænkur að mæta og gera kvöldið einstakt (20 ára aldurstakmark)
Miðasala á https://stubb.is/events/bp61Zy þar sem LIFI korthafar fá veglegan afslátt.
Ertu ekki orðin LIFI korthafi? Skelltu þér á það núna:
LIFI KORT – SLÁÐU Í TAKT VIÐ HJARTAÐ Í LAUGARDALNUM!
#LIFI
——————————