Caroline Murray kveður Þrótt

Caroline Murray kveður Þrótt þegar hlé verður gert á Bestu deild kvenna vegna EM í Sviss. Caroline gengur til liðs við Sporting Club Jacksonville í Florida, nýstofnað atvinnumannalið kvenna í Bandarísku USL atvinnumannadeildinni.

Félagið hefur þegar birt tilkynningu þess efnis. USL deildin er ný af nálinni og í henni leika 8 atvinnumannalið frá hausti til vors, rétt eins og gert er í Evrópu. Caroline Murray á að baki frábæran feril sem hún vill nú framlengja í sínu heimalandi, hún hefur verið atvinnumaður í tæp 10 ár og leikði á efstu deild í Svíþjóð og Finnlandi m.a. Hér heima hefur Caroline leikið tæplega 50 leik í efstu deil og sannarlega verið einn kröftugasti leikmaður Þróttar nú á þessu tímabili.

Kristján Kristjánsson formaður Knd. Þróttar segir: ,,Það er auðvitað mikill söknuður af Caroline sem verið hefur einn besti leikmaður Þróttar undangengin tvö tímabil. Henni býðst hins vegar tækifæri sem hún hefur lengið beðið eftir og

Knd. Þróttar vill ekki standa í vegi hennar á þessum tíma. Við óskum henni velfarnaðar í nýju verkefni og vitum að hún á eftir að standa sig vel, enda manneskja sem alltaf gerir sitt allra besta, jafnt innan sem utan vallar.”