Kæru Þróttarar,
Um miðjan fór fram eitt allra stærsta sumarmót yngri flokkana, TM mótið í Vestmannaeyjum.
Mótið í ár var eitt það fjölmennasta frá upphafi en alls tóku 112 lið þátt frá 33 félögum af öllu landinu eða um 1.000 stúlkur. Þróttur sendi 5 lið í keppnina í ár, næstflest allra, en alls fóru 40 stelpur úr Laugardalnum.
Einn af hápunktunum ár hvert er leikur landsliðsins og pressuliðsins. Í ár átti Þróttur tvo fulltrúa í pressuliðinu þær Védísi Vésteinsdóttur (í hvítri treyju) og markvörðinn Bríeti Elmarsdóttur (í grænni treyju), en algengast er að það sé ein úr hverju liði.
Þá var Védís einnig valin í TM mótsliðið árið 2025 sem er eins konar úrvalslið mótsins.
Við óskum þessum frábæru stelpum til hamingju með frábæran árangur og góðs gengis í sumar.