Leó Hrafn skrifar undir sinn fyrsta samning

Leó Hrafn Elmarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Þrótt. Leó Hrafn er fæddur 2010 og er einn efnilegasti leikmaður félagsins, vinstri fótar maður sem er jafnvígur á margar stöður, sem miðvörður, bakvörður eða miðjumaður. Leó er enn í 3ja flokki en leikur mestmegnis með 2. flokki Þróttar og er þar lykilmaður, auk þess sem hann hefur æft með meistaraflokki af og til. Leó er fastamaður í yngri landsliðum og hefur leikið bæði með u15 ára og u16 ára liðunum og var nú síðast fyrirliði þess síðarnefnda í leik í æfingamóti í Finnlandi.  

Kristján Kristjánsson form. Knd. Þróttar segir: Leó Hrafn Elmarsson er einn af fjölmörgum feykilega efnilegum drengjum sem leika með yngri flokkum Þróttar og yngri landsliðum. Stefna félagsins um mikilvægi uppbyggingarstarfs er alveg skýr og hluti hennar sá að þeir bestu eigi greiða leið inn í meistaraflokk félagsins á hverjum tíma. Ef allt gengur eftir munu Þróttarar sjá Leó Hrafn á vellinum með aðalliði félagsins innan skamms. Við Þróttarar óskum Leó Hrafni til hamingju með sinn fyrsta samning. #lifi