Með þakklæti fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða sendum við stuðningsmönnum, sjálfboðaliðum, iðkendum, leikmönnum, starfsfólki og fjölskyldum þeirra okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Við hlökkum til ársins 2026 með ykkur!

Við minnum á að
hið árlega Áramót Þróttar fer að vanda fram á gamlársdag, miðvikudaginn 31. desember. Spiluð verður knattspyrna á Sunda- og Hagavelli frá kl. 10-12 í tveimur aðskildum flokkum þennan dag, foreldrar og ungir iðkendur saman í liðum og svo árgangariðill.
Athugið að skrifstofa Þróttar verður lokuð á milli jóla og nýárs og opnar aftur í byrjun nýs árs.
Jólakveðja,
Knattspyrnufélagið Þróttur