Hátíðarfundur Þróttar á gamlársdag 2025

Hátíðarfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar fer fram með hátíðlegum hætti í Þróttarheimilinu á gamlársdag, miðvikudaginn 31. desember klukkan 13:00.

Við þetta tilefni verður Íþróttamaður Þróttar 2025 tilkynntur, ásamt því að veittar verða viðurkenningar fyrir frábæran árangur í afrekstarfi félagsins á árinu sem er að líða. Þá verða einnig félagsmenn heiðraðir fyrir mikilvægt og ómetanlegt framlag sitt í þágu Þróttar.

Á hátíðarfundinum verður jafnframt Þjálfari ársins kynntur, en sú viðurkenning er veitt þeim sem skarað hefur fram úr í þjálfunarstarfi á árinu.

Einnig verður tilkynntur Þróttari ársins, en þar er litið til einstaklings sem hefur verið góð fyrirmynd, sýnt félaginu einstakan stuðning og lagt sitt af mörkum í sjálfboðaliðastarfi á árinu sem er að líða.

Hátíðarfundurinn er einn af föstum og kærum liðum í starfsemi félagsins og er viðburður sem enginn sannur Þróttari lætur fram hjá sér fara.

Allir Þróttarar eru hjartanlega velkomnir til að fagna árinu sem er að líða og taka þátt í þessari hátíðlegu stund með félaginu.