Flugeldasala Þróttar er nú hafin og hvetjum við Þróttara, velunnara og alla sem vilja styðja félagið til að versla flugeldana hjá Þrótti fyrir áramótin.
Með flugeldasölunni gefst mikilvægt tækifæri til að leggja félaginu lið og styrkja áframhaldandi starf og uppbyggingu. Stuðningur samfélagsins skiptir þar sköpum og hvert framlag hjálpar til við að halda starfinu öflugu og lifandi.
Flugeldasalan hefur um árabil verið einn af hornsteinum fjáröflunar félagsins og traustur stuðningur fólksins í kringum Þrótt er forsenda þess að félagið geti haldið áfram að vaxa og þróast.
Mikilvægt er að panta flugeldana fyrst í gegnum netsöluna og koma svo niðrí Þrótt og sækja flugeldana.
Staðsetning og Opnunartímar
Afhendingarstaður:
Á bílastæði Þróttar
28-30.desember
10:00 – 22:00
31.desember
10:00 – 16:00
2-5. janúar
14:00 – 18:00
6.janúar
10:00 – 18:00
Við þökkum kærlega fyrir allan stuðning og hvetjum fólk til að taka þátt með því að velja Þrótt þegar kemur að flugeldakaupum.
👉 Nánari upplýsingar og netsala flugelda má finn með því að klikka hér !