Þróttur hefur fengið þá Sigurð Steinar Björnsson og Ísak Daða Ívarsson að láni frá Víkingi út tímabilið 2024. Þetta eru ungir og bráðefnilegir leikmenn, báðir fæddir árið 2004 og leika í stöðu framherja. Ísak lék í Bestu deildinni með Keflavík síðari hluta sumarsins í fyrra og stóð sig vel, þrátt fyrir erfiða stöðu liðsins. Hann á baki leiki með u19 ára landsliðinu og lék að auki með vara- og unglingaliðis Venezia um eins árs skeið. Sigurður Steinar Björnsson var á láni hjá Gróttu í Lengjudeildinní fyrra, lék 16 leiki með félaginu en hafði áður leikið 6 leiki með Víkingi í efstu deild. Hann á einnig að baki leiki með u19 ára landsliðinu. Bjóðum þá velkomna í góðan leikmannahóp meistaraflokk Þróttar.