Brynja Rán Knudsen áfram hjá Þrótti

Brynja Rán Knudsen hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Þrótt og mun því vera hjá félaginu út árið 2026. Brynja er fædd 2007 og er því enn gjaldgeng í 2fl., en hefur engu að síður öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið 30 leiki í efstu deild fyrir Þrótt og 50 keppnisleiki fyrir meistaraflokk kvenna. Brynja sem leikið hefur með Þrótti alla tíð leikur ýmist á miðju eða í sókn og er áræðin, leikin og kröftug allt í senn. Hún hefur verið fastamaður í öllum yngri landsliðum Íslands, á að baki 14 landsleiki og er þessa dagana á Spáni með u19 ára landsliðinu þar sem Ísland tekur þátt í undankeppni EM 2025.

Kristján Kristjánsson, form. Knd. Þróttar segir: „. Við fögnum því mjög að Brynja skuli hafa framlengt samning sinn við Þrótt, enda einn efnilegasti leikmaður sem við eigum í kvennaflokki og reyndar einn efnilegsti leikmaður landsins í sínum aldursflokki. Við höldum áfram að byggja upp innanfrá, þessi samningur er enn eitt dæmið um það.“