Birna Karen í Þrótt

Birna Karen Kjartansdóttir hefur skrifað undir 3ja ára samning við Þrótt og verður hjá félaginu út árið 2027.

Birna sem er öflugur varnarmaður er fædd 2007, hún er uppalinn í Breiðabliki en hefur leikið fyrir Augnablik í neðri deildum undanfarin ár. Hún hefur æft með mfl. Þróttar að undanförnu og staðið sig vel á æfingum.

“Við erum ánægð með að fá Birnu til liðs við okkur, hún er bráðefnileg og myndar ásamt fleiri leikmönnum kjarna sem á eftir að taka við stóru hlutverki í kvennaliði Þróttar á næstu árum. Við bjóðum hana velkomna í Þrótt.”