A-landslið kvenna leikur á AVIS vellinum

Staðfest er að heimaleikir A landsliðs kvenna í Þjóðadeild UEFA í apríl verða leiknir hjá okkur á AVIS vellinum. Um er að ræða leiki við Noreg 4. apríl og við Sviss 8. apríl.

Eins og við höfum fylgst með í vetur, þá standa nágrannar okkar í Knattspyrnusambandi Íslands í framkvæmdum á Laugardalsvelli. Verið er að endurnýja leikflötinn í hybrid gras og er áætlað er að völlurinn verði tilbúinn í júní. Vonir standa til þess að heimaleikur A kvenna gegn Frakklandi 3. júní verði leikinn á endurbættum velli. Ef það gengur ekki eftir þá fer sá leikur einnig fram hjá okkur á AVIS vellinum.

Við bjóðum því A-landslið kvenna innilega velkomið til okkar á AVIS völlinn!