5. flokkur gerði góða ferð í Eyjafjörðinn

N1 mótið var haldið í 39.sinn á Akureyri dagana 2.-5.júlí. Mótið er stærsta mót 5.flokks karla en þátttakendur eru um 2.000 frá 41 félagi.

Þessi þátttakendur mynduðu alls 200 lið og sendi Þróttur í ár 9 lið til keppni eða 84 drengi. Mótið stóð yfir í fjóra daga og fór fram á 17 völlum, þar sem leikir hófust á hádegi fyrsta daginn og héldu áfram fram á kvöld alla keppnisdagana. Þátttakendur gistu í skólum á Akureyri og nutu fjölbreyttrar dagskrár, þar á meðal kvöldskemmtunar og bíósýninga

Glæsilegur árangur náðist er Lið 1 endaði 3.sæti í aðalkeppni mótsins, argentísku deildinni. Þá endaði Þróttur 9 einnig í 3.sæti í sínum styrkleikaflokki og Þróttur 7 endaði í 4.sæti í sínum styrkleikaflokki.

Þá var Þróttur sæmt titlinum Prúðasta lið mótsins sem er til marks um hversu gríðarlega flottir okkar drengir eru innan vallar sem utan, sýna ávallt andstæðingum og dómurum kurteisi, virðingu og tillitssemi.

Framtíðin er svo sannarlega björt í Laugardalnum.

#LIFI