Áframhaldandi samstarf Þróttar og Kjarna

Knattspyrnufélagið Þróttur og Kjarni Endurhæfing eru stolt af því að tilkynna um áframhaldandi samstarf sitt, sem miðar að því að styrkja heilsu, frammistöðu og vellíðan iðkenda félagsins. Samstarfið, sem hófst fyrir 4 árum, hefur sýnt fram á mikilvægi sérhæfðrar ráðgjafar og einstaklingsmiðaðrar endurhæfingar.

Kjarni Endurhæfing býður upp á ítarlega skoðun og greiningu við fyrstu komu. „Rétt, hröð og nákvæm greining gerir okkur kleift að sérsníða endurhæfingaráætlun sem byggir á þörfum og markmiðum hvers og eins,“ segir Valgeir Einarsson Mäntylä hjá Kjarna.

Við meðferðarferlið eru notuð fjölbreytt úrræði og einstaklingsbundnar æfingar til endurhæfingar. Markmið þessa samstarfs er að tryggja að iðkendur Þróttar fái bestu mögulega þjónustu á þessu sviði, snúi fljótt aftur inn á völlinn og forðist og fyrirbyggi þrálát meiðsli í framtíðinni.

„Við erum gríðarlega ánægð með samstarfið við Kjarna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs sem stuðlar að heilbrigðum og sterkum iðkendum félagsins,“ segir Jón Hafsteinn, framkvæmdastjóri Þróttar.

„Það er okkur sönn ánægja að halda áfram góðu og öflugu samstarfi við Þrótt. Hjá Kjarna búum við að góðum hópi fagfólks sem hefur sterkar rætur í félaginu og Laugardalnum öllum. Náin sambönd við þjálfara og iðkendur, yngri sem eldri, jafnt sem foreldra hefur gert okkur kleift að veita góða og árangursríka meðferð undanfarin ár. Okkur er sönn ánægjan að fá að vera hluti af vaxandi og sterku starfi Þróttar til framtíðar,“ segir Valgeir sem hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá félaginu frá árinu 2010. 

Með þessu samstarfi er verið að tryggja aðgengi í sjúkraþjálfun fyrir iðkendur yngri flokka Þróttar. Iðkendur Þróttar og aðstandendur þeirra eru hvattir til að nýta sér þessa sérfræðiaðstoð til að viðhalda og bæta heilsu og frammistöðu.

Hvernig bóka ég tíma ??
Sendið tölvupóst á: afgreidsla@kjarniheilsa.is eða hringið í síma 556 0888
Í póstinum þarf að koma fram:
• Kennitala iðkanda og forráðamanns
• Símanúmer
• Taka þarf fram að iðkandi sé í Þrótti


Kostnaður fyrir iðkanda yngir en 18 ára er 0 kr ef læknabeiðni liggur fyrir (SÍ greiðir að fullu).
Ef ekki liggur fyrir beiðni er greitt 30% af verði tímans fyrstu 6 skiptin.

Meðferð hjá kírópraktor er ekki niðurgreiddKjarni Sjúkraþjálfun er staðsett í Síðumúla 28 og hægt er að finna frekari upplýsingar á https://kjarniheilsa.is/.