🏃♀️ Stofnfundur Hlaupahóps Þróttar 🏃♂️
Mánudaginn 22. september 2025 kl. 17:30 verður haldinn stofnfundur hlaupahóps Þróttar í sal félagsins.
✨ Þjálfari hópsins er Jens Sævarsson sem mun setja upp hlaupaprógramm við hæfi allra – frá byrjendum sem vilja taka fyrstu hlaupasporin yfir í vana hlaupara sem eru að hlaupa langar vegalengdir í hverri viku.
📅 Æft verður saman þrisvar í viku í vetur:
- Mánudaga
- Fimmtudaga
- Laugardaga
Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða undirbúa lengri vegalengdir er þetta frábært tækifæri til að hlaupa í góðum félagsskap, bæta þol og styrk – og njóta þess að taka framförum með öðrum Þrótturum.
👉 Komdu á fundinn og vertu með frá upphafi!