Aron Dagur í Þrótt

Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti næsta árið. Aron kemur til okkar á láni frá Stjörnunni. Aron Dagur er Akureyringar, fæddur 1999 uppalinn í KA, en hefur á sínum ferli einnig leikið með Völsungi, Grindavík og Stjörnunni.

Aron Dagur á að baki 170 leiki meistarflokki, þar af 18 í efstu deild og 85 í næstu efstu deild. Hann hefur þess utan leikið 15 leiki með unlingalandsliðunum á sínum ferli. Aron Dagur var á síðasta ári varamarkvörður hjá Stjörnunni en árin á undan varði hann mark Grindavíkur í Lengjudeildinni en flestir leikir hans í efstu deild eru með KA.

Kristján Kristjánsson, form. Knd. Þróttar: ,,Aron Dagur er öflugur markmvörður með mikinn metnað og góða reynslu sem við fögnum mjög að gangi til liðs við Þrótt og teljum að koma hans styrki lið félagsins verulega. Framvegis verða  tveir góðir markmenn hjá karlaliði félagsins og samkeppni mun aukast. Aron Dagur hefur alla burði til að verða framúrskarandi markvörður og við hlökkum til að vinna með honum og bjóðum hann velkominn í Þrótt.”