Hinn sívinsæli árlegi viðburður Jólahangikjötsveisla HM-hópsins verður haldinn miðvikudaginn 10. desember kl. 11:30 í Þróttarheimilinu.
Að þessu sinni fáum við skemmtilega heimsókn frá Ólafi Egilssyni, höfundi og leikstjóra, og Halldóri Gylfasyni, leikara, sem starfa saman að nýrri „Ladda“-sýningu. Þeir munu segja frá sýningunni, ferlinu og sögum tengdum uppsetningunni, má búast við góðum húmor og lifandi spjalli.
Eins og venjulega verður dregið úr nokkrum happdrættisvinningum, og hvetjum við alla gesti til að taka þátt.
Viðburðurinn er opinn öllum, og engin krafa er um að vera Þróttari. Þvert á móti er fólk hvatt til að taka með sér gesti og njóta góðrar samveru í notalegu jólaandrúmslofti.
Verðið er kr. 5.500, og boðið verður upp á ljúffenga jólamáltíð sem HM-hópurinn stendur fyrir af mikilli alúð.
Sætaskráning og nánari upplýsingar:
- Sigurður K. Sveinbjörnsson – sigurduks@simnet.is
- Helgi Þorvaldsson – sími 821–2610
Athugið að skráningarferstur er til hádegis mánudaginn 8. desember.
Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum einstaka, hlýja og skemmtilega jólaviðburði.
HM-hópurinn – styrktarfélag Þróttar