Traustur Þróttari kvaddur

Knattspyrnufélagið Þróttur minnist með þakklæti Eiríks Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi stjórnarmanns félagsins, sem lést 4. desember síðastliðinn, 69 ára að aldri.

Eiríkur sat í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar um árabil og gegndi þar meðal annars formennsku í eitt ár. Eiríkur var Þrótti traustur og ötull liðsmaður í félagsstarfi.

Stjórn, starfsfólk og iðkendur Knattspyrnufélagsins Þróttar þakka Eiríki fyrir hans mikilvæga framlag í þágu félagsins.

Aðstandendum Eiríks eru færðar innilegar samúðarkveðjur.

Útför Eiríks fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 16 desember klukkan 13.