Afmæli

Guðmundur Ingi Kristjánsson er sjötugur í dag, 25.maí.

Ötull félagsmaður um áraraðir. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins.

Sveinn Birgir Hreinsson er sextugur í dag, 23.maí.

Lék knattspyrnu og blak með félaginu, formaður Blakdeildar 1989-91.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni af tímamótunum.

Þórarinn Óskarsson er níræður í dag. 21.maí.

Hann handmálaði fyrstu Þróttarmerkin á léreft eða silki sem síðan var saumað í keppnisbúningana.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í þessum tímamótum.

Hjálmar Þ. Baldursson er sjötíu og fimm ára í dag, 15.maí.

Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu upp alla flokka. Síðan tók dómgæslan við í knattspyrnunni og er hann ötulasti dómari félagsins, með á hátt á þrettánda hundrað leiki og erenn að. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.

Örnólfur Örnólfsson er sjötíu og fimm ára í dag, 12.maí.

Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu upp í 2.flokk. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.

Herbert Svavar Arnarson er fimmtugur í dag, 4.maí.

Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins.

Páll Ólafsson er sextugur í dag, 1.maí.

Einn sigursælasti Þróttarinn bæði í handbolta og knattspyrnu. Landsliðsmaður í báðum greinum og atvinnumaður í handbolta. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.