
Óskum eftir tilnefningum – Þróttari ársins 2025
Á gamlársdag mun Knattspyrnufélagið Þróttur, líkt og undanfarin ár, heiðra einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félagsins með óeigingjörnum störfum, jákvæðu hugarfari og óbilandi Þróttaranda. Þar á meðal verður veitt nafnbótin Þróttari ársins 2025, ein virðulegasta viðurkenning félagsins.








