Tennis

Félagar í tennisdeild geta mætt á vellina og spilað án fyrirfram bókana. Ef á þarf að halda verður skoðað að koma upp pantanakerfi.

I Tennisklúbbur Þróttar
Tennisdeildin starfrækir tennisklúbb TÞ. Meðlimir er félagar tennisdeildar TÞ og aðrir sem stjórn TÞ samþykkir og greitt hafa árgjald til TÞ.

Almennt árgjald Kr. 12.000
Fjölskyldugjald (Maki og börn innan 18 ára) Kr. 15.000
Unglingagjald (16 – 18 ára) Kr. 4.000
Þeir klúbbfélagar sem skrá sig á a.m.k. eitt tennisnámskeið á vegum deildarinnar fá helmingsafslátt af klúbbgjaldi.

II Vallarskilmálar.
Klúbbfélagar, sem greitt hafa árgjald, fá velli samkvæmt eftirfarandi skilmálum án greiðslu vallargjalds:

  1. Völlur sé ekki frátekinn fyrir tennisnámskeið, klúbbtíma (opinn öllum klúbbfélögum), mót eða er þegar pantaður af öðrum klúbbfélaga.
  2. Þeir sem skráð sig hafa í klúbbinn og greitt hafa árgjald er heimilt að spila á tennisvöllum félagsins.
  3. Þeir sem ekki eru í klúbbnum geta fengið völl gegn því að greiða vallarleigu kr. 2.500 pr. klst í félagshúsi Þróttar.
  4. Börn og unglingar 15 ára og yngri, sem ekki eru klúbbfélagar, geta spilað endurgjaldslaust á völlunum en geta ekki pantað tíma og verða að víkja af velli fyrir klúbbfélögum og þeim sem kaupa staka tíma. Þeir sem vilja notfæra sér þetta skulu tilkynna sig í vallarhúsinu.

III Fastir tímar.
Almennt eru vellirnir fráteknir á neðangreindum tímum;

Námskeið á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30-20:15 (sjá auglýsingu um námskeið) og á föstudögum kl. 17:00-18:00

Klúbbtímar opnir öllum félögum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00 – 19:00 Nánari upplýsingar um fasta tíma eru kynntar félögum á póstlista.

IV Greiðslur
Föst klúbbgjöld má greiða í banka eða heimabanka á reikning tennisdeildar:
kt: 470678-0119, reikn: 0117-26-15758.
Staka tíma skal greiða hjá starfsmönnum í félagshúsinu.

V Nánari upplýsingar.
Hafa má samband við tengiliði tennisdeildarinnar, Indriða H. Þorláksson, inhauth@me.com eða Ævar Ísberg, aevarisberg@gmail.com. Facebook síða tennisdeildar