Gólfmót Þróttar 2022

Gólfmót Þróttar verður haldið föstudaginn 3. júní á Húsatóftavelli í Grindavík. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:30 og veislumatur að móti loknu. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti kvenna og karla, besta skor, lengsta upphafshögg á 11. braut, nándarverðlaun á öllum sex par 3 brautum, nákvæmasta högg á braut 14 auk þess sem dregið verður um vinninga úr öllum skorkortum.

Þátttökugjald 6.990 kr.

Skráning fer fram á www.golf.is.

Tengiliðir: sigurdur.thorvaldsson@bewi.com og sigurdur.gunnarsson@bewi.com