Fréttir

Þróttur og Hagkaup undirrita samstarfssamning til þriggja ára

Þróttur og Hagkaup hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir til þriggja ára frá og með 1.janúar 2021 til ársloka 2023. Kjarni samstarfsins og meginforsenda er að með stuðningi Hagkaups verði Þrótti unnt að halda áfram að byggja upp öflugt … Read More

Uppfærð Jafnréttisáætlun Þróttar samþykkt í aðalstjórn

Á fundi aðalstjórnar Þróttar þann 28.október var samþykkt uppfærð jafnréttisáætlun félagsins og hefur hún nú verið birt á heimasíðunni undir flipanum „Félagið“. Einnig er hægt að nálgast hana með því að smella hér.Jafnréttisáætlunin er útfærð í samræmi við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar, … Read More

Vegna aðalfundar Þróttar og aðalfunda einstakra deilda – áhrif Covid

Samkvæmt lögum Þróttar skal halda aðalfund félagsins eigi síðar en 25.maí ár hvert fyrir starfsárið þar á undan.  Auk þess skal aðalfundur knattspyrnudeildar vera haldinn á tímabilinu 1.október til 1.nóvember ár hvert fyrir starfsárið þar á undan en aðrar deildir … Read More

Þróttari vikunnar: Hildur Björg Hafstein

Hildur Björg Hafstein, 1966 -, er fædd og uppalin í Vogahverfinu.  Hún lagði stund á handbolta með Þrótti á sínum yngri árum en nú á seinni árum hefur hún skipað sér í fremstu röð sjálfboðaliða hjá félaginu. Hún myndaði á ný tengsl … Read More

Bergrós í dómaraverkefni í Wales

Þróttarinn Bergrós Unudóttir sem áður lék með meistaraflokki er nú í sínu fyrsta verkefni sem dómari á erlendri grundu.  Á morgun mætast Wales og Færeyjar í undankeppni EM 2022 í Cardiff og verður þetta í fyrsta skipti sem fjórar íslenskar … Read More

Þróttari vikunnar: Stefán Laxdal Aðalsteinsson

Stefán Laxdal Aðalsteinsson, 1959-, hóf að æfa knattspyrnu hjá Þrótti strax eftir að félagið flutti í Sæviðarsundið.  Hann lék í öllum flokkum og var í mjög svo sigursælum liðum upp marga yngri flokkana.   Árið 2001 var hann kosinn í aðalstjórn félagsins og sat … Read More

Þróttari vikunnar: Halldór Bragason, 1945 – 1997.

Halldór Bragason, 1945 – 1997, hóf ungur æfingar með Þrótti, bæði í handknattleik og knattspyrnu.  Hann var mikið efni í báðum greinunum og var fljótt valinn til að leika með þeim bestu upp alla flokka.  Alls lék hann 200 leiki með meistaraflokki félagsins … Read More

Tilmæli sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.  Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um … Read More

Þróttari vikunnar

Pétur Ingólfsson, 1946-,kynntist Þrótti þegar fjölskyldan flutti í Karfavog, árið 1986.  Ingólfur sonur hans, sem þá var 12 ára, hóf þá að æfa knattspyrnu hjá Þrótti og Pétur fór að mæta á völlinn þegar hann var að keppa.  Þjálfarinn var mjög áhugasamur … Read More

Egill Helgason, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti í gær

Egill Helgason, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti í gær gegn Fram. Í byrjunarliði 17 ára gamall, uppalinn Þróttari, stóð sig virkilega vel og lék frábærlega. Vel gert hjá pilti og fagnaðarefni. Lifi Þróttur ⚽️