Í ljósi fréttaflutnings um fyrirhugaða uppbyggingu á unglingaskóla í Laugardal vill aðalstjórn Þróttar koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri við íbúa í hverfinu. Nálgast má yfirlýsinguna með því að klikka hér.
Fréttir
Skýrslan frá kynningarfundi á áhrifum Þjóðarhallar á íþróttaaðstöðu Þróttar
Á dögunum var vel sóttur opinn kynningarfundur fyrir alla íbúa Laugardals á skýrslu Intellecta um áhrif þjóðarhallar á innanhúss íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns. Á fundin mættu fulltrúar frá ÍBR og Reykjavíkurborgar og sátu þar fyrir svörum eftir kynninguna. Hér má … Read More
Þróttur – Víkingur í dag
Þróttarar, við opnum völlinn í dag upp úr kl. 1700. Borgarar frá Matland (https://matland.is/), nýbakaðar, einstaklega gómsætar brauðstangir skv. leynilegri uppskrift Farva (https://farvi.is/). drykkir frá Ölgerðinni (https://www.olgerdin.is/) og fleira. Mætum og styðjum við okkar lið í harðri baráttu. #lifi
Sumarnámskeið 2024
Skráningar eru hafnar í Sumarskóla Þróttar 2024. Fyrstu tvær vikurnar sem og síðustu tvær vikurnar verður boðið upp á heilsdags námskeið. Annars eru námskeiðin frá 09.00-13.00 og boðið upp á gæslu frá 08.00-09.00 Í boði er að taka mat í … Read More
Hvaða áhrif mun þjóðarhöll hafa á innanhúss íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns?
Næst komandi fimmtuag verður haldinn opin kynningarfundur fyrir alla íbúa Laugardals á skýrslu Intellecta. Viðfangsefni skýrslunnar er að greina aðstöðu sem íþróttafélögin Ármann og Þróttur þurfa í Laugardal og Voga- og Höfðabyggð, svo félögin geti þjónað börnum og ungmennum sem … Read More
Aðalfundur 21. maí 2024
Knattspyrnufélagið Þróttur boðar til aðalfundar félagsins 21. maí næstkomandi klukkan 17:30 í félagsheimili okkar. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins. Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru kjörgengir … Read More
Þróttur – HK í Mjólkurbikarnum
Þróttarar, nýtt tímabil, nýir búningar, samstaðan skiptir öllu máli. Stöndum saman og styðjum okkar lið á miðvikudaginn. Leikurinn er flautaður á kl. 19:15, mætum snemma á völlinn, hamborgarar frá Tasty og drykkir á dælu í tjaldinu. Verðugur andstæðingur og spennandi … Read More
Besta deild kvenna rúllar af stað!
Þá byrjar alvaran annað kvöld. Besta deildin rúllar af stað. Við förum í Árbæinn, mikil spenna, 3 stig í boði. Þurfum að styðja við stelpurnar frá fyrsta flauti. Sjáumst sem flest. #lifi
Nýir tímar í Laugardalnum
Ný stefna Þróttar mun tryggja framþróun félagsins til framtíðar og koma Þrótti í fremstu röð. Tillaga að uppfærðu félagsmerki er skýrt merki um nýja tíma og samræmist vel stefnu félagsins.
Auka aðalfundur 22. apríl
Við minnum félagsmenn á auka aðalfund næstkomandi mánudag kl 17:30. Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á lögum félagsins um merki og búning. Meðfylgjandi kynning sýnir á hvaða hugmyndum tillagan að nýju merki byggir.