Íþróttaskóli barna

Knattspyrnufélagið Þróttur starfrækir sem fyrr íþróttaskóla barna á laugardagsmorgnum. Íþróttaskólinn er ætlaður börnum fæddum 2017-2022. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.  … Read More

Áramótaávarp formanns – Þróttheimar

Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir í upphafi árs þá fór árið 2022 vel af stað og tilkynnt var um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að sameiginlega myndu Knattspyrnufélagið Þróttur og Glímufélagið Ármann verða hverfafélög hins nýja Voga- og Höfðahverfis. Við þá ákvörðun er ljóst … Read More

Dregið 6. jan í Jólahappdrættinu

Ákveðið hefur verið að fresta útdrætti í jólahappdrættinu um viku. Dregið verður 6. jan 2023 og vinningstölur birtar hér á heimasíðu Þróttar.

Ágúst Karel Magnússon gengur til liðs við Þrótt

Ágúst Karel Magnússon fyrrverandi leikmaður Ægis í Þorlákshöfn hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Ágúst er fæddur árið 2000, hann á að baki um 50 leiki í neðri deildum, þar af 21 leik með Ægi … Read More

Þróttari ársins 2022

Ár hvert er Þróttari ársins valinn úr röðum félagsmanna. Við valið er litið til þess að viðkomandi sé góð fyrirmynd og hafi gefið af sér í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið á árinu sem er að líða. Ásmundur Helgason hlýtur titilinn í … Read More

Frumkvöðlar í kvennaknattspyrnu

Í ár eru 50 ár liðin frá því að fyrst var leikið á Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna. Þróttur var meðal frumherja í efstu deild, en fyrsta liðið sem Þróttur sendi til leiks, var að stofni til 2. flokkur stúlkna í … Read More

Njörður Þórhallsson snýr heim í Þrótt

Njörður Þórhallsson hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Njörður er uppalinn Þróttari, lék með félaginu í gegnum alla yngri flokkana en hefur á undanförnum árum leikið með KV, nú síðast í Lengjudeild þar sem hann … Read More

Heiðursviðurkenningar 2022

Aðalstjórn félagsins afhenti á dögunum heiðursmerki fyrir störf í þágu félagsins eða íþróttahreyfingarinnar. Silfurmerki Þróttar Mads Arne Jonsson Mads Arne kom sem ungur maður til Íslands á 9. áratugnum. Á vegi hans varð ungur Þróttari, Sigurður Hallvarðsson, og ákvað Mads … Read More

Nýir heiðursfélagar Þróttar

Aðalstjórn félagsins hefur veitt þeim Helgu Emilsdóttur, Jón Birgi Péturssyni og Hjálmari Þ. Baldurssyni æðstu viðurkenningu félagsins og gert þau að heiðursfélögum. Hjálmar Þ. Baldursson heiðursfélagi Hjálmar hóf knattspyrnu- og handboltaiðkun á fyrstu árum félagsins, og lék upp alla flokka … Read More

Íris Dögg íþróttamaður ársins 2022

Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður meistaraflokks kvenna hefur verið kjörinn íþróttamaður Þróttar, annað árið í röð. Íris er jafnframt knattspyrnumaður félagsins 2022. Hún hefur sýnt frábæra frammistöðu með Þrótti frá því kom fyrst til félagsins haustið 2020. Hún hefur mikinn metnað … Read More