Guðmundur Birgir Aðalsteinsson er sjötugur í dag, 21.september.

Hann lék knattspyrnu með félaginu um sinn. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni af áfanganum.

Tómas Ragnarsson er fimmtugur í dag, 18.september.

Hann lék knattspyrnu í yngri flokkum félagsins.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Breytt æfingatafla hjá stúlkum í handbolta

Breyting hefur verið gerð á æfingatöflu í handboltanum hjá stúlkum.  Eins og áður hefur komið fram er frítt fyrir stúlkur að æfa handbolta fram að áramótum og mikilvægt er að áhugasamir iðkendur séu skráðir í gegnum skráningarkerfið https://trottur.felog.is/  þannig að hægt sé … Read More

Guðrún Ólafía til liðs við Þrótt

Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir hefur gengið til liðs við Pepsi Max lið Þróttar og átti félagaskipti úr Val á síðasta degi félagaskiptagluggans þann 2.september s.l.  Guðrún Ólafía sem er 18 ára gömul og leikur á miðjunni. Hún er uppalin í Val. … Read More

Breytum leiknum – frítt fyrir stúlkur yngri flokka í handbolta

Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir átakinu „Breytum leiknum“ sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að … Read More

Styrmir Sigurðsson ráðinn til yngri flokka handboltans

Styrmir Sigurðsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá 5.flokki drengja og stúlkna í handboltanum og eru æfingar þegar hafnar.  Styrmir er Þrótturum vel kunnur, uppalinn í félaginn og lék með meistaraflokki Þróttar um árabil þar sem hann gengdi lykilhlutverki og … Read More

Aðstöðumál Þróttar í forgangi hjá Reykjavíkurborg

Ný forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík var samþykkt á fundi borgarráðs fimmtudaginn 3. september. Tvö stór verkefni á vegum Þróttar, annars vegar nýtt íþróttahús og hins vegar uppbygging á tveimur nýjum upplýstum gervigrasvöllum á Valbjarnarvelli, eru í 2. og 3. sæti. … Read More

Sigurður Þorvaldsson, 1960-,

Sigurður Þorvaldsson, 1960-, hóf að æfa og leika með Þrótti strax eftir flutninginn í Sæviðarsundið 1969, þótt hann byggi í miðju Víkingshverfinu.  Það kom ekkert annað félag en Þróttur til greina, enda höfðu faðir hans, Þorvaldur Ísleifur,  og þrír eldri … Read More

Lára Dís Sigurðardóttir fagnar 15 ára starfsafmæli um þessar mundir

Lára okkar hóf störf fyrir Þrótt árið 2005 í félagsheimili Þróttar og vakti strax athygli fyrir röska framkomu og dugnað.  Í gegnum árin hafa Þróttarar getað leitað til Láru með ýmis mál, enda ráðagóð og úrræðasöm.  Í hinum stundum karllæga … Read More

Lárus Ólafsson er 75 ára í dag, 7.september.

Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.