Afmæli

Knattspyrnufélagið Þróttur – 75. ára

Í dag fögnum við þeim merka áfanga að það eru 75 ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þróttar. Alls voru stofnendur félagsins 37 talsins en aðalstofnendur voru þeir Halldór Sigurðsson og Eyjólfur Jónsson. Frá stofnun hefur Þróttur lengi verið ómissandi hluti … Read More

Miðasala á bikarúrslitin

Forsala miða er hafin á bikarúrslitaleikinn 1. okt. Við skulum vera snöggir Þróttarar og kaupa miða með eftirfarandi tengli: Þróttur: https://tix.is/is/ksi/specialoffer/jednun6kchcoy Inngangur okkar verður merktur „BERGRISI“Vellinum er skipt í sóttvarnarhólf og við þurfum að fylla okkar svæði vel – verðum … Read More

María Edwardsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Þróttar

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar hefur ráðið Maríu Edwardsdóttur sem framkvæmdastjórafélagsins og mun hún taka til starfa síðar á árinu. María mun sinna daglegum rekstri félagsins og vinna náið með íþróttastjóra, öðrum starfsmönnum og öllum deildum félagsins. María hefur starfað hjá Gröfu … Read More

Hjartað í Reykjavík, Þróttara skemmti- styrktarþáttur

Á fimmtudagskvöldið næsta, 18. mars kl. 20.00 verður frumsýndur á Stöð 2 nýr skemmtiþáttur undir heitinu Hjartað í Reykjavík. Hreinræktaður Þróttaraþáttur, framleiddur, saminn og fluttur og sendur út af Þrótturum. Þeir Jón góði Ólafsson og Bolli Már Bjarnason hafa veg … Read More

Trausti Sigurbjörnsson 30 ára í dag

Fyrrum leikmaður Þróttar Trausti Sigurbjörnsson á 30 ára afmæli í dag 25. september. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Óli Pétur Friðþjófsson er áttræður í dag, 24.september.

Ötull stuðningsmaður félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni áfangans.

Guðmundur Birgir Aðalsteinsson er sjötugur í dag, 21.september.

Hann lék knattspyrnu með félaginu um sinn. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni af áfanganum.

Tómas Ragnarsson er fimmtugur í dag, 18.september.

Hann lék knattspyrnu í yngri flokkum félagsins.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Lárus Ólafsson er 75 ára í dag, 7.september.

Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Sigurður Kr. Sveinbjörnsson er sextugur í dag 22.ágúst.

Leikmaður, formaður knattspyrnudeildar um tíma og nú um langan tíma gjaldkeri aðalstjórnar. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.