Takk fyrir okkur!

Þróttur vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem hlupu Laugardalshlaup Þróttar í fallegu veðri í dag. Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðunum sem komu að undirbúningi hlaupsins og unnu á meðan hlaupinu stóð. Við viljum þakka öllum þeim sem hétu á … Read More

Sveinn Birgir Hreinsson er sextugur í dag, 23.maí.

Lék knattspyrnu og blak með félaginu, formaður Blakdeildar 1989-91.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni af tímamótunum.

Baldur Hannes og Stefán Þórður endurnýja samninga

Bræðurnir Baldur Hannes og Stefán Þórður Stefánssynir hafa skrifað undir endurnýjaða samninga við knattspyrnudeild Þróttar og gilda nýir samningar út keppnistímabilið 2022 eða út þrjú næstu tímabil. Baldur Hannes kom við sögu í 14 leikjum meistaraflokks Þróttar í fyrrasumar í … Read More

Laugardalshlaup Þróttar á laugardag – skráning og áheit

Það styttist í Laugardalshlaup Þróttar 2020.Hlaupið fer fram núna á laugardaginn kl 11.00. Hlaupið verður frá Þróttarheimilinu.Þrjár leiðir eru í boði – 3 km, 5 km og 10 km.Þetta hlaup er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið.Skráning og þátttaka kostar ekkert en … Read More

Þórarinn Óskarsson er níræður í dag. 21.maí.

Hann handmálaði fyrstu Þróttarmerkin á léreft eða silki sem síðan var saumað í keppnisbúningana.Þróttarar senda honum árnaðaróskir í þessum tímamótum.

Úrvalslið kvenna í Mizuno-deildinni 2019-2020

Til hamingju Cristina og Ingólfur með að hafa verið kosin í lið ársins og þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna  Lifi…!Nánari fréttir á heimasíðu Blaksambandsins www.bli.is

Laugardalshlaupið 2020 – 23. maí

Áheituhlaup fjölskyldunnar – Hlaupum fyrir hjartað í Reykjavík Laugardaginn 23. maí kl 11.00 fer fram Laugardalshlaup Þróttar 2020. Þetta hlaup er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. Allt miðar þetta að því að fá sem flesta Þróttara til að skokka um hverfið … Read More

Hjálmar Þ. Baldursson er sjötíu og fimm ára í dag, 15.maí.

Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu upp alla flokka. Síðan tók dómgæslan við í knattspyrnunni og er hann ötulasti dómari félagsins, með á hátt á þrettánda hundrað leiki og erenn að. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni tímamótanna.

Ný æfingatafla í knattspyrnu tekur gildi 8.júní

Nýtt æfingatímabil í knattspyrnu hefst 8.júní n.k. og tekur þá ný æfingatafla gildi.  Æfingatöfluna má finna hér: Æfingatafla Þróttar knattspyrna sumar 2020 Foreldrar eru hvattir til þess að ganga frá skráningum og æfingagjöldum hið fyrsta þar sem fjölmargir leikir og … Read More

Aðalfundur blakdeildar Þróttar 26. maí kl 17.30

Blakdeild Þróttar boðar til aðalfundar 26. maí kl 17:30.Venjuleg aðalfundarstörf, umræður um starf vetrarins og starfið framundan.Verið öll velkomin og við vonumst eftir fjörugri umræðu. Lifi…!