Author Archives: María Edwardsdóttir

Kári Kristjánsson

Kári Kristjánsson skrifar undir nýjan samning við Þrótt!

Kári Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þrótt og verður því hjá félaginu út tímabilið á árinu 2026. Kári er 19 ára en hefur leikið með meistaraflokki karla undanfarin þrjú ár og á að baki fast að … Read More

Jón Hafsteinn Jóhannsson

Breytingar á skrifstofu félagsins / Nýr framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Þróttar

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar hefur ráðið Jón Hafsteinn Jóhannsson sem framkvæmdastjóra félagsins og mun hann taka við starfinu í ársbyrjun 2024. María Edwardsdóttir starfandi framkvæmdastjóri mun sinna starfinu út árið og taka svo við nýju starfi fjármálastjóra Þróttar. María hefur leitt … Read More

Isaac Kwateng og stuðningsfólk

Þrátt fyrir baráttu bíður brottflutningur vallarstjóra Þróttar – Isaac Kwateng

Kæra Þróttarsamfélag Okkur þykir afskaplega leitt að tilkynna ykkur að enn einn steinninn hefur verið lagður í götu Isaac okkar. Félaginu var á dögunum tilkynnt af lögreglumanni sem mætti á skrifstofu Þróttar að búið væri að kaupa flugmiða fyrir Isaac … Read More

Ian Jeffs

Ian Jeffs lætur af störfum hjá Þrótti

Ian Jeffs, þjálfari Þróttar síðustu tvö árin lætur frá og með deginum í dag af störfum hjá félaginu. Hann tilkynnti leikmönnum ákvörðun sína í dag. Ian Jeffs og starfslið hans tók við liði Þróttar haustið 2021 og tókst á hendur … Read More

Íþróttaskóli fyrir þau yngstu

Laugardaginn 16. september hefst íþróttaskóli Þróttar aftur. Opnað hefur verið fyrir skráningar á Sportabler. Námskeiðið er ætlað fyrir þau allra yngstu eða börn fædd 2018-2023 og er haldið í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14 á laugardagsmorgnum. Áherslu er lögð á … Read More

Æfingatafla yngri flokka í blaki veturinn 2023-2024

Æfingatafla yngri flokka í blaki liggur nú fyrir og gildir fyrir vetrartímabilið 2023-2024. Skráningar eru í gegnum Sportabler

Tilboðsdagar í Jako fyrir Þróttara

Jako er með tilboðsdaga til 16. september á vörum til Þróttara. Hvetjum alla til að gera góð kaup og græja ykkur og börnin fyrir veturinn.

Æfingatafla yngri flokka í fótbolta veturinn 2023-2024

Æfingataflan yngri flokka í fótbolta er klár fyrir veturinn 2023-2024. Þessi tafla er gerð með bestu vitund og nýjustu forsendum og upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er útilokað að hún breytist og er hér með gerður fyrirvari þar um. Skráningar … Read More

Minningarmót um Braga Leif Hauksson

Tennisdeild Þróttar efndi til tennismóts laugardaginn 12. ágúst til minningar um Braga Leif Hauksson sem lést fyrr á árinu. Hann var liðsmaður og drifkraftur deildarinnar s.l. aldarfjórðung. Þátttaka var góð. Yfir 20 keppendur á öllum aldri úr öllum tennisfélögunum og … Read More

Bragi L. Hauksson, formaður tennisdeildar látinn

Bragi Leifur Hauksson formaður tennisdeildar Þróttar andaðist 20. júní sl. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 13. Bragi var með ódrepandi áhuga á tennis og ætíð reiðubúinn til starfa og leið ekki á löngu uns Bragi var … Read More